Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ölgerðin gefur öllum starfsmönnum sínum hlutabréf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnarmenn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hafa tekið þá ákvörðun að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum að fá að gjöf hluti í fyrirtækinu samhliða skráningu félagsins á markað.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið það vera mikinn styrk að fá alla starfsmenn fyrirtækisins í hluthafahópinn.

Til stendur að skrá Ölgerðina í kauphöllina í byrjun júní þar sem félagið verður metið á um 25 milljarða króna. Fundaröð með fjárfestum hefst í dag sem stendur fram í næstu viku. Bjóða á bæði almenningi og fagfjárfestum að kaupa hluti í félaginu í útboði sem ráðgert er að hefjist eftir um tvær vikur.

Hlutafjárgjöfin verður í hlutfalli við starfsaldur og starfshlutfall. Mest fá þeir sem eru í fullu starfi og starfað hafa hjá félaginu í fimm ár eða lengur, eða 500 þúsund króna hlut. Áætlaður kostnaður fyrirtækisins við gjöfina til starfsmanna nemur um 170 milljónum króna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -