Mánudagur 13. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Valdimar átti vandræðalegt símtal við ókunnuga konu: Ég rauf þögnina og sagði „Já, flott”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdimar Guðmundsson, einn okkar allra ástsælasti söngvari, skrifaði drepfyndna færslu á Facebook og Twitter í gær. Lýsir hann þar pínlegri uppákomu er hann átti símtal við ókunnuga konu. Valdimar gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna í heild sinni.

Símtalið átti Valdimar við ókunnugu konuna vegna giggs sem hann þurfti að ræða við hana um. En svo heyrir hann að konan er að hlusta á jólalag sem Valdimar söng með Bríeti. Honum þótti það skrítið en svo hækkaði í laginu og eftir langa þögn var það eina sem honum datt í hug að segja var „Já, flott.” En svo kom sannleikurinn í ljós. Hér fyrir neðan má lesa færsluna í heild sinni.

Í dag hringdi ég í manneskju sem ég þekki ekki neitt varðandi gigg. Þegar hún svaraði í símann þá heyrði ég að hún var að hlusta á eitthvað lag sem ég kannaðist svolítið við. Þá var þetta lagið Jólin eru okkar sem ég söng með henni Bríet fyrir ekki svo löngu. Svo sló þögn á samtalið og þá fannst mér eins og hún hækkaði aðeins í græjunum til að leyfa mér að heyra að hún væri að hlusta á lag með mér. Ég rauf þögnina og sagði „Já, flott.” og hélt svo áfram að segja það sem ég vildi segja í þessu frekar formlega samtali. Allan tímann velti ég því fyrir mér hvort hún ætli ekki að fara að lækka í músíkinni en aldrei gerist það og hvert jólalagið á fætur öðru spilast á blasti í gegnum þetta samtal okkar. Það er ekki fyrr en eftir að ég skelli á sem ég fatta að þetta var mitt eigið Spotify að spila random lög eftir að ég hafði áður verið að hlusta á lagið Yndislegt líf í æfingarskyni. Þannig að ef við spólum aðeins til baka, þá var eins og ég hafi hringt í þessa manneskju, tekið langa pásu til að leyfa henni að heyra að ég væri að hlusta á jólalag með sjálfum mér í maí, sagði svo „Já, flott.” og hélt svo áfram samtalinu með jólalög á blasti allan tímann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -