Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Gísli játaði ofbeldisbrot í nánu sambandi – Tók konuna ítrekað kverkataki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Gísli Hauksson, einn stofnenda sjóðstýringafélagsins GAMMA og fyrrum gulldrengur Sjálfstæðisflokksins, játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína grófu ofbeldi fyrir tveimur árum. Kemur þetta fram í frétt Rúv í kvöld.

Eins og fram kom í fréttum Mannlífs í byrjun apríl er sagt frá því í ákærunni að Gísli hafi tekið konuna ítrekað kverkataki, hent henni upp við vegg og þrengt svo að hálsi hennar að hún átti erfitt með andardrátt. Þá fleygði hann henni einnig í rúmið. Tognaði konan á handlegg, hlaut ofreynslu á hálshrygg og brjósthrygg auk mikilla yfirborðsáverka á upphandlegg, öxl og hálsi.

Sjá einnig: Gísli ákærður fyrir gróft brot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni

Gísli starfaði sem forstjóri hjá GAMMA og stýrði uppbyggingu félagsins í New York og í Lundúnum. Um árabil gengdi hann trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áraraðir. Mannlíf sagði frá því að stuttu eftir að sagt var frá ákærunni í fjölmiðlum, voru öll ummerki um störf Gísla fyrir Sjálfstæðisflokkinn, horfin.

Sjá meira: Gísli fjarlægður af vef Sjálfstæðisflokksins í skjóli nætur – Fall gulldrengs flokksins

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -