Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kristinn bæjarstjóri segir styttuna skemmda: „Hugmyndafræði sem ríkti þá og ríkir enn í dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Krist­inn Jónas­son, bæj­ar­stjóri Snæ­fells­bæj­ar, furðar sig á máli bronsstyttunnar Fyrsta móðirin í Ameríku. Í samtali við Mbl.is greinir Kristinn frá því að hann hafi þurfti að skila inn gögnum fyr­ir hönd Guðríðar- og Langa­brekku­hóps­ins til sönn­un­ar á eign­ar­haldi á stytt­unni.

Styttan, sem er eftir Ásmund Sveinsson, var numin á brott af stöpli sínum á Laugarbrekku á Snæfellsnesi í apríl. Síðar kom í ljós að listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir hefðu tekið verkið ófrjálsri hendi og komið því fyrir inn í nýju verki, geimflaug sem sett var upp fyrir framan Marshallhúsið á Granda og nefnist Farangursheimild.

Kristinn kærði málið til lögreglu sem fjarlægði verkin tvö 22. apríl en enn hefur ekki tekist að aðskilja þau. Hann seg­ir málið vera óskilj­an­legt, enda hafi verk­inu verið stolið af listamönnunum og sé skemmt: „Ef ég kæmi heim til þín, stæli bíln­um þínum og málaði á hann rós­ir og segði að þetta væri lista­verk, á ég þá bara að eiga bíl­inn?“

Í yfirlýsingu Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur frá 27. apríl síðastliðnum segjast þær ekki hafa játað þjófnað og skora á lögregluna að skila verkinu Farangursheimild aftur fyrir framan Marshallhúsið. Þær bera því fyrir sig að verk þeirra hafi verið ádeila á innbyggðan rasisma í verki Ásmundar.

- Auglýsing -

„Verkið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku kjarnar í okkar huga hugmyndafræði sem ríkti í íslensku samfélagi þegar styttan var gerð – og ríkir enn í dag. Sú hugmyndafræði heitir rasismi og á sér djúpstæðar, menningarlegar og kerfislægar rætur. Þegar athöfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálfkrafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasískur ásetningur einstaklings,“ segir í yfirlýsingu þeirra.

Styttan Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku er af Guðríði Þor­bjarn­ar­dótt­ur sem var fædd á Laugarbrekku og um tíma talin vera víðförlasta kona heims. Kristinn segir að verið sé að gera lítið úr þeirri vinnu sem Guðríðar-og Laug­ar­brekku­hóp­ur­inn hef­ur lagt í við að upp­hefja sögu Guðríðar sem og kvenna al­mennt.

„Það sem við vor­um að gera á þess­um tíma var að upp­hefja þessa sögu þess­ar­ar konu. Svo vor­um við að hugsa hvernig get­um við gert þetta. Þá datt okk­ur í hug að fá að nota stytt­una sem tákn­ræna mynd fyr­ir það sem við vor­um að gera, því það var búið að gera styttu um henn­ar sögu. Svo för­um við líka til páfans með stytt­una 2011 til að und­ir­strika henn­ar ferðir. Og alltaf erum við að ýta und­ir sögu kvenna,“ segir Kristinn í samtali við Mbl.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -