Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Forsetinn heiðrar Færeyinga sem aðstoðuðu við björgunarstörf eftir flugslys

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti Íslands sæmdi í gær þrett­án Fær­ey­inga ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir hug­rekki og þraut­seigju við björg­un­ar­störf eft­ir flug­slysið á Myk­inesi þann 26. sept­em­ber 1970.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta Íslands.

Op­in­ber heim­sókn­ for­set­ans í Fær­eyj­um hófst í gær.

Ljósmynd/ Ólavur Frederiksen

Flug­slysið á Myk­inesi átti sér stað þegar vél Flug­fé­lags Íslands rakst á hæsta tind eyj­ar­inn­ar, Knúk, í aðflugi að flug­vell­in­um í Vog­um. Átta manns lét­ust í slys­inu, einn Íslend­ing­ur og sjö Fær­ey­ing­ar, en 26 manns komust lífs af.

Slysstaður. Fokk­er-vél­in brotnaði mikið enda brot­lenti hún á mikl­um hraða. Flakið var urðað á staðnum en enn sjást för eft­ir vél­ina. Morg­un­blaðið/Ó​laf­ur K. Magnús­son.
Úr myndasafni: alltumflug.is

Vél­in brot­lenti í um 450 metra hæð og vann björg­un­arliðið þrek­virki við afar erfiðar aðstæður. Þrett­án þeirra eru enn á lífi.

Við hátíðlega at­höfn í Þórs­höfn í Fær­eyj­um í dag færði for­seti þeim þakk­ir frá ís­lensku þjóðinni og sæmdi þau heiðurs­merki hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. Þau eru:

Ljósmynd/ Ólavur Frederiksen
  1. Ak­sel Nicla­sen, fyrr­ver­andi sjó­maður.
  2. Ann­finn­ur á Túvu­vølli Jen­sen, fyrr­ver­andi fisk­verkamaður.
  3. Bjarni Han­sen, bóndi.
  4. Dánjal Daniel­sen, fyrr­ver­andi vél­stjóri.
  5. Jasp­ur Joen­sen, fyrr­ver­andi skip­stjóri.
  6. Jákup í Løðu, fyrr­ver­andi kenn­ari.
  7. Joh­an Hendrik Ol­sen, fyrr­ver­andi sjó­maður.
  8. Jó­hann­es Fredrik Mein­h­ard Summald­ur Joen­sen, fyrr­ver­andi sjó­maður.
  9. Karl Mikk­el­sen, fyrr­ver­andi sjó­maður.
  10. Katr­in Dahl, hjúkr­un­ar­fræðing­ur.
  11. Kjart­an Simon­sen, fyrr­ver­andi smiður.
  12. Leon Heinesen, fyrr­ver­andi vita­vörður.
  13. Reðin Leons­son, fyrr­ver­andi lög­reglumaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -