Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sanna þaggaði niður í meirihlutanum í kappræðu: „Þetta er eigna­fólk sem er að sópa til sín íbúðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, lét ekki bjóða sér málflutning meirihlutans í borginni um að þau séu að leysa húsnæðisvandann með því að byggja fleiri hús en nokkurntíman áður í sögu borgarinnar. Kappræður fóru fram milli oddvita í borginni í þættinum Dagmál á mbl.is en þátturinn verður sýndur í dag.

Sanna fór á flug í mögnuðu tilsvari sínu enda málið henni mjög hugleikið þar sem hún ólst upp við sára fátækt í Reykjavíkurborg.

„Ef það geng­ur svona vel hjá meiri­hlut­an­um og þau hafa aldrei byggt meira af hverju eru þá um 900 á biðlista hjá fé­lags­bú­stöðum? Af hverju eru þá 860 í Reykja­vík í at­vinnu­hús­næði sem hent­ar ekki til bú­setu út af meðal ann­ars of háu leigu­verði? Af hverju er þá fólk að greiða 70 pró­sent af ráðstöf­un­ar­tekj­un­um sín­um í leigu?

Af hverju býr þá fólki inni á öðrum því það kemst ekk­ert annað? Af hverju eru þá fleiri að kaupa íbúð núm­er tvö en hafa ekki efni á að kaupa fyrstu íbúð? Af hverju eru þá fyr­ir­æki að kaupa íbúð núm­er tvö? Þetta er eigna­fólk sem er að sópa til sín íbúðum til þess að geta leigt til annarra, til þess að geta hagn­ast á neyð þeirra. Þannig að dæmið er ekki að ganga upp,“ sagði Sanna Magda­lena.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -