Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Fannst látin á heimili foreldra sinna – Föst í 12 ár í sama sófanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lacey Ellen Fletcher, 36 ára, fannst látin í sófa á heimili foreldra sinna, Sheila og Clay Fletcher. Lacey hafði auðsýnilega legið lengi í sófanum en lík hennar var fast við hann, hún lá í eigin þvagi og saur.

Dr. Ewell Bickham dánardómstjóri segir Lacey hafa legið í sófanum í að minnsta kosti tólf ár. Hún fannst þakin möðkum og sárum ásamt því að vera límd við holu sem hafði myndast í sófanum. Lacey vóg rétt um 40 kíló.

Sófinn þar sem Lacey fannst. Mynd: New York Post

Foreldrar hennar hafa verið ákærð fyrir morð af annarri gráðu en ganga nú lausir gegn tryggingu. Þau héldu því staðfastlega fram að dóttir þeirra hefði verið með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaðist „locked in syndrome“ og því lömuð fyrir neðan háls. Dánardómstjórinn sagði engar líkur á því að hún hafi verið með neins konar taugasjúkdóm enda hafði hún einungis verið greind með kvíða og einhverfu á háu stigi.

„Ég veit ekki hvaðan hugtakið kom en ég hef á öllum mínum árum sem læknir aldrei heyrt um þennan sjúkdóm. Hún hitti síðast lækni þegar hún var 16 ára og var einungis greind með kvíða og alvarlega einhverfu,“ sagði dánardómstjórinn fyrir dómi.

Sheila og Clay Fletcher. Mynd: New York Post

Foreldrar Lacey njóta frelsis þar til mál þeirra fer fyrir dóm.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -