Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning vegna umferðaslyss.Ökumaður hafði misst stjórn á mótorhjóli sem varð til þess að hann féll í götuna. Var maðurinn fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.
Karlmaður sem var með töluvert ónæði fyrir framan ónefnda stofnun í gær, tók að ógna starfsfólki og sýna obeldistilburði. Þurfti lögregla að hafa afskipti af manninum og vísa honum burt. Þá handtók lögregla karlmann sem hafði fíkniefni í fórum sér. Rannsókn stendur yfir vegna fleiri mála, tengd sama manni, og var hann látinn gista fangaklefa.
Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Tveir voru stöðvaðir fyrir að tala í síma og einn reyndist án réttinda, vopnaður hnífi.