Ef marka má spár lesenda Mannlífs mun Ísland lenda ofarlega í aðalkeppni Eurovision á morgun.
Í skoðanakönnun sem birt var í vikunni, var spurt hvort lesendur teldu að íslenska atriðið myndi hafna í einum af tíu efstu sætunum. Talsverður meirihluti, rúmlega 59 prósent, telja að svo muni verða. Rúmlega 40 prósent eru á öndverðum meiði.
Eins og þjóðin veit komust Systur, ásamt bróður, áfram upp úr sínum riðli í forkeppni Eurovision á þriðjudagskvöld. Aðalkeppnin er síðan annað kvöld, laugardag, og verður spennandi að fylgjast með frammistöðu íslensku keppendanna, sem eflaust eiga eftir að verða landi og þjóð til sóma.