Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Leigubílstjóri barinn til bana – Var réttur maður hengdur fyrir glæpinn?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir kanadískir hermenn ákváðu að fara í smá göngutúr enda ekkert gaman að hanga á Fort Osborne bækistöðinni í Winnipeg og bíða eftir að komast í frí sem var á næsta leyti. Það var ísköld súld og því fínt að ganga á sig hita. Þegar þeir höfðu gengið eftir Kenaston breiðstræti í um kílómetra suður af bækistöðinni tóku þeir eftir dökkbláum leigubíl, Chrystler, sem virtist fastur í aur. Við nánari athugun tóku þeir eftir karlmanni sem lá á jörðinni um fimm metrum frá bílnum. Á höfði hans voru átta djúpar rispur. Hann var látinn.

Eftirfarandi texti er frá Vísi þann 8. maí, 1946 og fjallar um morðið á Jóhanni Johnson, leigubílstjóra sem flutti vestur um haf árið 1922. Árið 1937 stofnaði hann sitt eigið leigubílafyrirtæki.

Vestur – Íslendingur myrtur

Í síðustu blöðum Lögbergs og Heimskringlu er borizt hafa hingað, er skýrt frá því, að Islendingurinn Jóhann Johnson, bifreiðarstjóri í Winnipeg, hafi verið myrtur nýlega,
Ók Jóhann heitinn bifreið hjá United Taxi-félaginu, en hann var einn af eigendum
þess.

Þann 31. marz s. 1. leigðu tveir menn bifreið Jóhanns. Er þeir voru komfiir skammt
út fyrir borgina, réðust þeir á hann og lömdu hann til bana. Höfuðkúpa Jóhanns
brotnaði og lézt hann samstundis.

- Auglýsing -

Jóhann heitinn var 45 ára að aldri, fæddur hér i Reykjavík. Hann átti sex systkini. Eru tvö þeirra búsett vestan hafs, tvö í Danmörku og loks tvær systur hans hér á Islandi.

Er siðast fréttist, var ekki búið að hafa hendur í hári tilræðismannanna.

En þar með var sagan ekki sögð, hún var rétt að byrja.

- Auglýsing -

Í brjóstvasa Jóhanns fannst veski sem innihélt svolítinn pening en ódæðismaðurinn eða mennirnir virðast hafa snúið báðum vösunum á buxum Jóhanns á rönguna, sjálfsagt í leit að pening. Svo virtist sem líkið hefði verið dregið út úr bílnum og tilraun gerð til að aka bílnum á brott. Hann hafi hins vegar verið fastur í leðjunni. Þá fundust dekkjaför eftir stóran bíl, sennilega vörubíl sem einnig virtist hafa fest sig en náð að losa sig með herkjum. Kvenmannsfótspor fundust skammt frá líkinu og svo aftur á öðrum stað en það virtist sem kona hafi hlaupið í burtu frá morðstaðnum, aðeins klædd í annan skóinn. Þá fannst morðvopnið vafið í dagblað og bundið fyrir en það reyndist 45 sentimetra langur bolti, notaður til brúarsmíða.

Dregur til tíðinda

Skóförin lágu í átt að nokkrum mjólkurbúum í nágrenninu þannig að eftir að lögreglan ræddi við mjólkubændurna sem þar bjuggu, tókst þeim að hafa hendur í hári konunnar sem átti sporin. Var hún handtekin og látin dúsa í fangelsi í mánuð en vitnisburður hennar átti eftir að verða til þess að karlmaður var handtekinn og dæmdur fyrir morðið.

Morðið á Jóhann vakti mikla athygli í Kanada en þetta var eitt af þó nokkrum morðum á leigubílstjórum sem höfðu komið upp undanfarið í Kanada. Á meðan á rannsókninni stóð á morði Jóhanns neituðu margir leigubílstjórar að vinna kvöld og næturvaktir og þeir sem gerður það, vopnuðu sig. Eftir að maðurinn sem konan dularfulla benti á, var handtekinn róuðust leigubílstjórarnið nokkuð.

Samkvæmt vitnisburði skólausu konunnar hafði hún haldið partý heima hjá sér, nóttina sem Jóhann var myrtur. Í partýinu drakk hún ótæpilega og lenti í rifrildum við eiginmann sinn, áður en hún stormaði út úr húsinu einhverntíman fyrir þrjú um nóttina. Sá grunaði var í partýinu en fór úr því stuttu á eftir konunni.

Konan sagði að hún hafi hitt þann grunaði samkvæmt samkomulagi, stutta vegalengd frá húsi hennar. Saman stoppuðu þau leigubíl, í þeim tilgangi að fara heim til mannsins. Sagði hún að þau hafi hins vegar lent í rifrildum og að hún hefði stoppað leigubílinn og ákveðið að ganga heim, frá þeim stað sem fyrstu skóförin fundust. Lýsing hennar á leigubílnum og bílstjóra hans passaði ekki við Jóhann og Chrystlerinn hans.

Misvísandi vitnisburður

Í kjölfarið á þessum vitnisburði gaf hún slatta af sífellt flóknari og misvísandi fullyrðingum en ein þeirra innsiglaði örlög hins grunaða. Hún sagði að hann hefði komið aftur með leigubílnum, fáeinum mínútum eftir að hafa hleypt henni út og þegar hún nálgaðist bílinn hafi hún fyrst séð morðvopnið á gólfinu, svo séð þann grunaða reiða vinsti hendinga til höggs fyrir aftan ökumanninn. Að lokum hafi hún séð bílstjóran liggja yfir framsætið. Á þessu augnabliki sagðist hún hafa hlaupið af vettvangi og við það misst annan skóinn.

Seinna gaf konan nýjan vitnisburð þar sem hún hélt því fram að maðurinn sem var aftur í leigubílnum hafi ekki verið sá grunaði, heldur ókunnugur maður með hatt. Sjálfur neitaði sá grunaði að hafa deilt leigubíl með konunni, hann hafi neitað að deila leigubíl með konunni, hanni hafi farið einn í leigubíl og farið heim til sín strax eftir partýið.

Var maðurinn dæmdur sekur fyrir rétti en hann áfrýjaði en var svo aftur dæmdur sekur, þrátt fyrir fáar sannanir.

Þau tvö ár sem maðurinn sat inni og beið örlaga sinna, breyttist almannaálitið umtalsvert, manninum í hag. Hann hafði aldrei áður brotið af sér og var stríðshetja, hafði særst í átökum í Evrópu. Nefnd sem meðal annarra hafði lögfræðinga innanborðs, safnaði yfir 10.000 undirskriftum þar sem dómstólar voru hvattir til að ógilda dóminn, vegna skorts á sönnunargögnum. Á það var ekki hlustað og var maðurinn hengdur tveimur árum eftir morðið á Jóhanni.

Heimild: http://www.taxi-library.org/canada/johnson-jo.htm

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -