Sjónarvottar segja mikil læti hafa verið í íbúðinni í morgun og þar fyrir utan hafi sést blóðugur maður og menn með kylfur fyrr í dag. Sá blóðugi mun hafa verið fluttur á sjúkrahús í sjúkrabíl.
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var að störfum á Völlunum í Hafnarfirði í dag og virðist lögreglan með nokkurn viðbúnað á staðnum. Meðlimir sérsveitarinnar fóru inn í íbúð í fjölbýlishúsi með skjöld.
Einn maður var handtekinn af lögreglunni.
Mannlíf hefur ekki náð á lögregluna vegna málsins. Lögregluþjónar á vettvangi vildu ekkert segja um málið við fréttamann Vísi á staðnum.