Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er í afleitri stöðu eftir að úrslit urðu ljós í kosningunum. Flokkurinn tapaði þremur prósentustigum á landsvísu og fékk háðuglega útreið í Reykjavík. Flokkurinn fékk 24,5 prósent atkvæða sem er sögulegur botn. Aftur á móti fer Framsóknarflokkurinn með himinskautum í fylgi sínu og hefur aldrei verið stærri í Reykjavík og víðar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður má vel við una. Skoðankannanir höfðu leitt i ljós að Sjálfstæðisflokkurinn kynni að fara undir 20 prósenta fylgi en sú martröð raungerðist ekki. Bjarni var skapstyggur í nótt þegar fréttamaður RÚV spurði hvort hann myndi hætta í ljósi fylgishruns. Formaðurinn kvartaði undan því að fréttamaðurinn hefði áður spurt hann að því sama. En innan Sjálfstæðisflokksins er þessi spurning eftst á baugi og andstaðan gegn formanninum harðnar, Bjarni er þekktur fyrir sannfæringarkraft sinn og hugsanlegt að hann lifi ef niðurlægingu flokksins og telji sínu fólki trú um að hið lága fylgi sé eðlilegt og sjálfsagt …