Sunnudagur 15. desember, 2024
0.2 C
Reykjavik

Tíu látnir eftir skotárás: „Í nafni and­styggi­legr­ar hug­mynda­fræði hvítra þjóðern­is­sinna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Payt­on Gendron, átján ára vopnaður hvít­ur karl­maður skaut í gær tíu til bana í Buffalo í New York-ríki í Banda­ríkj­un­um. Árás­armaður­inn var þjóðern­is­sinnaður-hægri öfgamaður og sýndi frá árás­inni beint á sam­fé­lags­miðlum sín­um.

Fjöl­miðlar vest­an­hafs segja árás­ar­mann­inn vera frá bæn­um Conklin í New York-ríki og hafi verið ákærður fyr­ir morð af yf­ir­lögðu ráði án mögu­leika á trygg­ingu.

Ofbeldi hvítra þjóðernissinna

Mynd af vettvangi

Árás­armaður­inn var klædd­ur bæði brynju og hjálm og var síðar hand­tek­inn af lög­reglu.

Auk hinna tíu sem lét­ust eru þrír slasaðir. Ell­efu fórna­lambanna voru svört á hör­und.

Í yf­ir­lýs­ingu frá Hvíta hús­inu þakkaði Joe Biden Banda­ríkja­for­seti lög­reglu og viðbragðsaðilum fyr­ir starf sitt.

„Öll hryðju­verk heima fyr­ir, þeirra á meðal allt of­beldi sem framið er í nafni and­styggi­legr­ar hug­mynda­fræði hvítra þjóðern­is­sinna fer gegn öllu því sem við stönd­um fyr­ir í Banda­ríkj­un­um,“ sagði for­set­inn.

- Auglýsing -

Skothríð í matvöruverslun

Árás­armaður­inn skaut fjóra á bíla­stæði við mat­vöru­versl­un, þar af þrjá til bana, áður en hann fór síðan inn í versl­un­ina og hélt skot­hríðinni áfram.

Á meðal þeirra sem voru skotn­ir til bana í versl­un­inni var fyrr­ver­andi lög­reglumaður, sem sinnti starfi vopnaðs varðar í mat­vöru­búðinni. Sam­kvæmt lög­reglu skaut vörður­inn nokkr­um sinn­um á árás­ar­mann­inn án ár­ang­urs áður en hann var skot­inn til bana.

Fram kom í máli lög­reglu á blaðamanna­fundi í Buffalo á laug­ar­dags­kvöld að árás­armaður­inn hafi beint byssu sinni að sjálf­um sér þegar lög­regla kom á vett­vang, en lög­reglu tókst síðan að tala hann af því og hann gaf sig síðan á vald lög­reglu.

- Auglýsing -

Rann­sakað sem hat­urs­glæp­ur

Stephen Belongia, full­trúi banda­rísku Al­rík­is­lög­regl­unn­ar á blaðamanna­fund­in­um, sagði við fjöl­miðla að árás­in væri rann­sökuð sem hat­urs­glæp­ur.

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar hafa greint frá því að árás­armaður­inn hafi skrifað ít­ar­lega „stefnu­lýs­ingu“ og birt á net­inu skömmu fyr­ir árás­ina. Í meint­um texta seg­ir árás­armaður­inn frá áætl­un sinni sem var knú­in af kynþáttar­for­dóm­um.

Árás­armaður­inn sagðist meðal ann­ars vera „inn­blás­inn“ af of­beld­is­verk­um hvítra hægri-öfga­sinna, m.a. hryðju­verk­un­um í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019, þar sem 51 múslimi lést.

Maður­inn beitti hálf-sjálf­virku skot­vopni við árás­ina sem hann hafði skrifað á slag­orð hvítra hægri-öfga­sinna.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -