Háspenna var í Vestmannaeyjum um helgina þar sem Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skoraði á hólm sína gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum og bauð sig fram fyriir Heimaey sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri leiddi til sigurs fyrir fjórum árum þegar Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði. Páll var fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins og grunaður um að vera stuðningsmaður óvinaframboðsins. Hann þrætti fyrir það en var eigi að síður í ónáð Bjarna Benediktssonar formanns og hans manna. Athygli vakti að Páll gagnrýndi mjög hvernig staðið var að sölu bréfanna í Íslandsbanka. Hann steig svo skrefið yfir til óvinarins og leiddi listann en Íris bæjarstjóri var í baráttusætinu. Sjálfstæðismenn í bænum höfðu lagt mikið undir til þess að leggja klofningsframboðið sem reyndst vera sterkara og hélt meirihlutanum ásamt Eyjalistanum. Talið er afar líklegt að samkomulag náist um framhald á samstarfinu. Reiknað er með að Páll flytji til Eyja til að leiða sinn hluta meirihlutans úr kjörtímabilið …