Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Áróra segir frá ofbeldi í söfnuði utan borgarmarkanna – „Ég var hætt að reyna að fara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Forstöðukonan var mest meðvituð um okkar samskipti og var alltaf að segja við mig að við þekktum svo ástina og hún hefði svo mikið að læra af okkur,“ sagði Áróra Helgadóttir í Kompás þætti gærkvöldsins. Þar sagði hún frá reynslu sinni af samfélagi, sem er eins konar söfnuður eða félag, sem þrífst utan borgarmarkanna. Áróra segist meðal annars hafa orðið fyrir ofbeldi og gaslýsingu á staðnum en náði hún að koma sér í burtu eftir að hafa búið þar um nokkurt skeið. Fyrst um sinn upplifði Áróra létti að búa í samfélaginu utan borgarmarkanna og kynntist þar manni. Sagðist hann hafa áratugareynslu í svokallaðri heilandi kynlífsvinnu og því gríðarlega reynslumikill en Áróra segir sambandið hafa gengið vel í upphafi. Hún segir að aðrir meðlimir hafi verið meðvitaðir um skapofsa mannsins.

„Ég upplifði eins og mér væri ýtt að honum. Eins og það væri eitthvað ákveðið mission um að hjálpa honum. Á einhverjum tímapunkti fattaði ég að það væri verið að ýta mér að honum því ég náði svo vel til hans.“ Hún segist ítrekað hafa orðið virkilega hrædd en maðurinn hafi stundum gengið berserksgang tímunum saman.
„Yfirleitt þegar það gerðist þá bara fraus ég og var hætt að reyna að fara, því þá hótaði hann að drepa sig. Sem er náttúrulega bara svo gróft ofbeldi. En þetta kvöld fleygði hann húsgagni á mig.“ Í kjölfarið leitaði Áróra til forstöðukonunnar sem bauð henni upp í rúm til sín. Ekki leið á löngu þar til maðurinn kom á eftir henni hágrátandi. „Hann er alveg miður sín, hágrátandi og ekkert nema auðmýktin.“

„Hún (forstöðukonan) eyddi nóttinni frammi á gangi með honum að hlusta á hvað hann á ofboðslega bágt. Þar sem ég ligg, blá og marin, í áfalli inni í herbergi hjá henni,” segir Áróra en í þessu augnabliki byrjaði hún að átta sig á aðstæðunum sem hún var í. Þáttinn má sjá hér en Vísir fjallaði fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -