Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Jónas brýst út úr flensuhellinum: „Við ætlum bara að ferðast í sumar, um landið og njóta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn magnaði söngvari og forritari Jónas Sigurðsson á afmæli í dag. Eru nú akkurat 48 ár frá fæðingu hans.

Jónas var trommari í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Trassarnir en sló samt meira í gegn  með Sólstrandargæjunum á síðustu öld, ásamt Unnsteini Guðjónssyni og Esther Jökulsdóttur sem var í bakröddum, Stebba Boogie og Stebba Bongó. Lögin sömdu þeir félagar, Jónas og Unnsteinn á heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum og sungu í partíum við góðan orðstír. Alls komu út fjórar plötur með Sólstrandargæjunum, Sólstrandargæjar (1995), Uglujól (1995), Kú-Tíví (1996) og Alltígúddí (2001) en það var plata sem þau tóku upp á barnum Útlaginn á Flúðum en um var að ræða safnplötu.

Sólstrandargæjarnir (og gellan)

Jónas flutti svo til Danmerkur og var þar í þó nokkur ár en snéri aftur árið 2007 til Íslands og gaf út plötuna Þar sem malbikið svífur mun ég dansa sem af mörgum var talin ein besta íslenska platan það árið. Síðan þá hefur hann gefið út Allt er eitthvað (2010) ásamt Ritvélum framtíðarinnar, Þar sem himin ber við haf (2012) ásamt Lúðrasveit Þorlákshafnar og Milda hjarta (2018) með Ritvélum framtíðarinnar.

Stíll Jónasar þykir skemmtilega öðruvísi og textarnir vandaðir og á köflum pólitískir eins og sjá má af þessu broti úr laginu Af ávöxtunum skuluðu þið þekkja þá:

Þessi verslar í vitfirringabúðinni
Kjósum hann!
Er hvorki týpa né varíant
Kjósum hann!
Missti enga muni í þessu svokalla hruni
Kjósum hann!

Hann er úr gulli þessi kálfur en þessi skítur er ekki að fara að moka sig sjálfur

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði í Jónasi og vildi fá að vita hvað hann hyggðist gera í dag í tilefni dagsins.

„Ég ætla bara að vera með fjölskyldunni minni í kósý-time. Við förum alltaf út að borða saman og svo bara njóta með börnunum mínum og konunni,“ svaraði Jónas hress.

En hvað er framundan hjá Jónasi? „Nú er það bara sumarið, íslenskt sumar, út úr þessum flensuhelli sem við erum búin að vera í hérna. Við ætlum bara að ferðast í sumar, um landið og njóta.“

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Jónasi innilega til hamingju með afmælið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -