Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Hafði maðurinn ekki í nein hús að vernda og fékk hann gistingu í fangaklefa. Þurfti lögregla að aðstoða menn í tvígang síðar um kvöldið vegna ölvunar, báðum var ekið heim til sín. Störfum lögreglu í miðbænum var þó ekki lokið og barst þeim tilkynning um fjársvik um klukkan hálf tíu. Vitað er hver gerandi er og er málið í rannsókn.
Fyrr um kvöldið afgreiddi lögregla mál í Hafnarfirði. Þar var tilkynnt um „afbrigðilega hegðun“ er kemur fram í dagbók lögreglunnar. Málið var afgreitt á vettvangi.
Maður með Alzheimer týndist í Breiðholti í nótt. Hafði hann villst af leið en fannst skömmu síðar, heill á húfi. Lögregla sinnti einnig reglubundnu eftirliti í umferðinni og hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi í Hlíðahverfi.