Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Dagur svarar Hildi ekki: „Spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, svaraði ekki símtali frá Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins, þegar hún hringdi í hann eftir að úrslit sveitarstjórnarkosninganna voru ljós. Hildur segir frá þessu í samtali við Vísi.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tapað töluverðu fylgi frá síðustu kosningum. Flokkurinn fer úr átta borgarfulltrúum niður í sex. Samfylking er næst stærst en tapaði sömuleiðis fylgi milli kosninga og fer úr sjö borgarfulltrúum niður í fimm. Framsóknarflokkurinn þykir í lykilstöðu í borginni, enda vann flokkurinn kosningasigur með því að fara úr engum fulltrúum upp í fjóra, með 18,7 prósenta fylgi. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, er því í stórsókn og mun eflaust hafa mikið um það að segja hvernig næsta borgarstjórn kemur til með að líta út.

 

Segir samhljóm með Sjálfstæðisflokki og Framsókn

Hildur upplýsir við Vísi að hún sé þegar búin að ræða við Einar og segir mikinn samhljóm með flokkunum tveimur. Oddvitarnir tveir hittust í gær og Hildur segir þau hafa átt flott samtal.

„Þetta eru stóru flokkarnir tveir sem boðuðu breytingar í kosningunum þannig að mér fannst skýrt ákall frá kjósendum á breytingar,“ segir Hildur.

Samkvæmt Vísi fundaði Einar bæði með Hildi og Degi í gær. Oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar hafa gefið það út að flokkarnir hyggist halda saman í viðræðunum, að minnsta kosti fyrst um sinn.

- Auglýsing -

 

Dagur svaraði ekki símanum

Hildur segist hafa rætt við oddvita allra flokka sem náðu kjöri í Reykjavík, utan tveggja. Hún segir þau Dag ekki enn hafa rætt saman en að henni þyki eðlilegt að þau geri það.

„Það er auðvitað ekkert endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli en mér finnst það eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér,“ segir hún í samtali við Vísi.

- Auglýsing -

Hún segist sjálf hafa tekið upp símann og hringt í oddvitana, sem sé vinnuregla hennar sem oddviti stærsta flokksins.

„En svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki,“ segir Hildur og bætir við að Dagur hafi ekki svarað henni. „Ég hringi í alla.“

Hún vill ekki greina frá því hver hinn oddvitinn sé sem hafi ekki svarað í símann þegar hún tók upp tólið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -