Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Kristinn Hrafns sendir pillu á Sjálfstæðisflokkinn: „Hinn nýji einkennisfugl Sjálfstæðisflokksins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið en hann hefur í gegnum tíðina verið duglegur að gagnrýna samfélagið og sér í lagi stjórnmálin hér á landi. Í nýjustu færslu sinni á Facebook líkir hann Sjálfstæðisflokknum við Gauk.

Í færslunni birtir Kristinn ljósmynd af Gauki og segir að hann sé nýji einkennisfugl Sjálfstæðisflokksins.

Hinn nýji einkennisfugl Sjálfstæðisflokksins?

„Þetta er gaukur, hinn nýji einkennisfugl Sjálfstæðisflokksins. Gaukurinn hefur ekki fyrir því að gera sér hreiður heldur verpir í hreiður annara fugla og þegar ungarnir koma úr eggjum sparka þeir öðrum ungum fósturforeldra sinna úr sníkjuhreiðrinu. Sumir fuglar hafa vit á því að velta aðskotaegginu úr hreiðri sínu en aðrir gá ekki að sér enda gaukurinn nokkuð leikinn í því að dulbúa egg sín.“

En hvað kemur þetta Sjálfstæðisflokknum við? Jú, Kristinn tengir þetta við nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar þar sem Einar Þorsteinsson, sem á sínum yngri árum var formaður Týs, félags Sjálfstæðismanna í Kópavogi, bauð sig fram sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík með góðum árangri.

„Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum var útlitið svo dökkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hann verpti í hreiður Framsóknarflokksins í stærsta sveitarfélaginu. Það skilaði góðum árangri og unguðust fjögur egg.
Gaukurinn er flækingur á Íslandi en heldur sig yfirleitt á hlýrri slóðum. Á meðan fálkinn er ránfugl má skilgreina gaukinn sem sníkjufugl,“ ritaði Kristinn en færslan vakti mikla lukku meðal Facebook-vina hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -