Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Stjórnvöld gagnrýnd fyrir að mismuna flóttamönnum: „Börn eru alltaf börn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarið hefur borið á gagnrýni flóttamanna og fólks starfandi innan þess kerfis í garð stjórnvalda. Ástæðan er það sem fyrrgreindir aðilar lýsa sem mismunun á flóttafólki.

Úkraínskir flóttamenn fá sjálfkrafa vernd þegar þeir koma hingað og stjórnvöld greiða með hverju barni til sveitarfélaga. Vísir greinir frá þessu.

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða Krossins segir Úkraínumenn hafa fengið ákaflega góðar móttökur hér á landi, sem hann segir frábært.

„Hins vegar hefur borið á því að flóttafólk frá öðrum uppruna heldur en Úkraínu finnist því vera mismunað,“ segir hann í samtali við Vísi. Hann segir stundum um misskilning að ræða en stundum sé það ekki svo. Það þurfi að laga.

Mikill fjöldi Úkraínumanna er nú á flótta vegna stríðs í heimalandinu, eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Frá áramótum hafa um þúsund úkraínskir flóttamenn sótt um alþjóðlega vernd hér á landi.

Auk þess að hljóta sjálfkrafa vernd við komuna til landsins mun ríkið einnig greiða 200 þúsund krónur með hverju úkraínsku barni til þess sveitarfélags sem fjölskylda þess sest að í.

- Auglýsing -

Atli Viðar segir þá ákvörðun hafa komið þeim sem starfa á sviðinu á óvart. Hann segir erfitt að sjá málefnalegan rökstuðning fyrir því að flóttamönnum af ákveðnum uppruna sé gert hærra undir höfði en öðrum.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að stjórnvöld væru að taka sérstaklega utan um þetta verkefni núna. Sveitarfélögin hafi búist við gríðarlegum fjölda úkraínskra flóttamanna og hafi kallað eftir því að stjórnvöld stigi inn í það með stuðningi.

Ásmundur Einar Daðason

Ásmundur Einar sagði tækifæri núna til að gera enn betur gagnvart börnum af erlendum uppruna.

- Auglýsing -

„Það er algerlega hárrétt að við verðum að gæta þess að börn eru alltaf börn, sama hvort þau koma frá Úkraínu eða annars staðar frá,“ sagði Ásmundur Einar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -