Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Rétta yfir rússneskum hermanni vegna stríðsglæps: „Ég get ekki fyrirgefið honum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu og eins árs gamall rússneskur hermaður hefur játað að hafa skotið óvopnaðan borgara í Úkraínu en hann er sá fyrsti sem ákærður er fyrir stríðsglæpi í stríðinu.

Samkvæmt BBC viðurkenndi Vadim Shishimarin að hafa skotið hinn 62 ára gamla óbreytta borgara aðeins fáeinum dögum eftir að innrásin hófst. Á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Var fanginn leiddur inn í hinn smáa réttarsal í Kænugarði í handjárnum, í fylgd með þungvopnuðum vörðum. Virtist hann stressaður en hann gróf höfuðið í bringu sinni.

Aðeins fáeinum metrum frá honum sat ekkja mannsins sem hann drap, Kateryna.

Hún þurrkaði tárin er hermaðurinn gekk inn í réttarsalinn en settist með hendur í skauti á meðan saksóknarinn lýsti voðaverkinu.

„Viðurkennir þú sekt þína?“ spurði dómarinn. „Já,“ svaraði Shishimarin.

- Auglýsing -
„Að fullu?“ „Já,“ svaraði hermaðurinn ungi lágum rómi innan úr glerbúrinu sem hann sat í.

Sagði saksóknarinn að hermaðurinn hafi verið foringi skriðdrekadeildar þegar gerð var árás á drekalestina. Hann og fjórir aðrir hermenn hafi þá stolið bíl og keyrt nærri Chupakhivka þar sem hinn 62 ára karlmaður varð á vegi þeirra er hann hjólaði framhjá þeim. Samkvæmt saksóknaranum var Shishimarin skipað að skjóta manninn sem hann og gerði en notaði hann Kalashnikov riffil við verkið.

Eftir réttarhöldin í dag sagðist ekkja fórnarlambsins vorkenna hinum unga hermanni, „en fyrir svona glæp, get ég ekki fyrirgefið honum.“

Samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu hefur orðið vart við um 10.000 stríðsglæpi síðan innrásin hófst og því er nokkuð ljóst að Shishimarin verður ekki sá eini sem þarf að gjalda fyrir glæpi sína í þessu stríði.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -