Raunveruleikastjarnan var ein af fjölmörgum sem tóku þátt í March For Our Lives-mótmælunum um helgina vestan hafs, þar sem fólk fjölmennti til að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.
Kim birti mynd af sér á leiðinni á mótmælin á Instagram og hvatti fólk jafnframt til að fjölmenna. Boðskapur Kim hefur þó fallið í skuggann af myndinni sjálfri.
Hér er myndin, sjáið þið hvað er að henni?
Jú, það er deginum ljósara að átt hefur verið við myndina ef maður skoðar bílinn í bakgrunni myndarinnar. Ljósmyndarar náðu myndum af Kim á sama stað og Instagram-myndin er tekin og þá sést greinilega að myndvinnsluforrit hefur verið notað til að lengja stjörnuna og mjókka mitti hennar með þeim afleiðingum að bíllinn í bakgrunni hefur kramist og gangstéttin er einnig sveigð.
Fylgjendur stjörnunnar eru ekki parsáttir við þetta, þó að flestar samfélagsmiðlastjörnur noti einhvers konar forrit til að eiga við myndir sínar. Nokkur viðbrögð við myndinni hennar Kim má sjá hér fyrir neðan:
If this picture isn’t photoshopped then what the fuck is going on with that car behind @KimKardashian ? pic.twitter.com/XvUrfTc1MC
— SexyWomenFromTvAndMags (@SexyGirlsOnTV) March 25, 2018
Kardashians are so fake! Using serious issues to promote fake photoshop body, how low can u go?
— Lisa Gordon (@ReadLisaGArt) March 25, 2018
Only Kim would use a demonstration to promote herself. Photoshop fail…
Ready to march but 1st take a pic, make herself look thin while ignoring the physics of shrinking a vehicle. No shame pic.twitter.com/CvpoPCXHfP— Elizabeth Yorkshire (@ElizabethThee) March 25, 2018