Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fósturvísar Hlédísar og Gunnars hurfu: „Þar með er hann að viðurkenna lögbrot“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjónin Hlédís Sveinsdóttir arkitekt og Gunnar Árnason viðskiptafræðíngur reyndu á árunum 2009 til 2011,með aðstoð Art Medica, að eignast barn.

„Það urðu til 29 fósturvísar á tveimur árum og við notuðum 10 í okkar meðferð. Lög um fósturvísa eru þannig að þeim er haldið í frysti í fimm ár og eftir það fá eigendurnir, foreldrarnir, bréf og þurfa að samþykkja að þeim verði þá fargað af því að þá sé virknin ekki eins. Það er stranglega bannað samkvæmt lögum að tæknifrjóvgunarmiðstöð eða þeir sem geyma fósturvísa láti þá fara, nema það sé skrifað rækilega undir slíkt af foreldru- num eða eigendunum,“ segir Hlédís. Hún segir að þau Gunnar hafi aldrei fengið slíka tilkynningu.

Svo var haldinn fundur í febrúar hjá Livio. „Fyrst vildi hann ekki svara neinu, en síðan var ákveðið að hafa fund og þar fór hann munnlega yfir útskýringar og hans svör við þessu voru að það hefði öllu verið hent. Það er Snorri Einarsson, sem er framkvæmdastjóri Livio Reykjavík. Þannig að hann velur að segja að öllu hafi verið hent, en þar með er hann að viðurkenna lögbrot ef það hefur gerst. Hvað sem gerðist þá er rökstuddur grunur og byggt á þessum rökstudda grun þá þarf þessi rannsókn að fara fram.“

 

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -