Drukkinn ökumaður var stöðvaður laust eftir miðnætti í Reykjavík. Hann reyndist vera með svo smábörn í bílnum. Hinn brotlegi neitaði að gangast undir sýnatöku og var handtekinn. Börnunum var komið í skjól Barnaverndar. Ökumaðurinn verður læstur inni í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann síðar í dag.
Meginþungi starfa lögreglu í nótt var vegna ökumanna sem ýmist fóru of hratt eða voru grunaðir um ölvun. Einn ökumaður var drukkinn og í símanum. Það kostar hann tugi þúsunda auk sviptingar ökuréttinda. Nokkur fjöldi var sektaður vegna hraðaksturs.
Umferðarslys varð á Hringbraut úm miðja nótt þegar bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn hafði sofnað undir stýri. Um svipað leyti var var tilkynnt um slys á skemmtistað í miðborginni. Kviknað hafði í hári á gesti staðarins með þeim afleiðingum að hann hlaut brunasár. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.
Karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar og gistir nú fangageymslu. Fórnarlamb hans var flutt meðvitundarlaust á spítala. Ekki vitað um líðan brotaþola frekar.
Laust fyrir klukkan 5 í morgun var kona handtekin vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og íað ástunda ítrekað sviptingarakstur. Grunur er uppi um að bifreiðin sé stolin og á röngum skráningarmerkjum. Konan var læst inni og dvelur í fangaklefa á meðan frumrannsókn stendur yfir.