Jarðskjálfti varð skammt frá Grindavík klukkan korter yfir sjö í morgun. Skjálftinn mældist á 5,8 kílómetra dýpi og var hann 3,5 á stærð. Átti hann upptök sín við fjallið Þorbjörn en íbúar á Reykjanesskaga og á höfuðborgarsvæðinu fundu vel fyrir skjálftanum.
Töluverð skjálftavirkni hefur verið ásvæðinu síðastliðna daga en samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst um 400 skjálftar síðasta sólarhringinn. Þá riðu tveir stórir skjálftar yfir Reykjanesskagann í gær, annar þeirra mældist 3,5 á stærð. Mesta virknin var á föstudaginn síðasta en þá mældust 900 skjálftar á svæðinu.