Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Kynlíf á reifhátíð mögulegur uppruni apabólusmita

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

David Haymann, fyrrverandi yfirmaður neyðarmála hjá WHO, segir líklegast að rekja megi apabólusmit í Evrópu til reiftónlistarhátíða. Nýverið hafa fleiri en 90 tilfelli apabólu greinst víða um heim en hafa smitin komið upp þar á meðal á Spáni, Frakklandi, Ísrael, Bandaríkjunum, Sviss og Bretlandi. Fram að þessu hefur apabólan að mestu verið bundinn við Afríku, þar sem fólk hefur smitast af nagdýrum og prímötum.

Í Bretlandi, Spáni og Portúgal eru flestir þeirra sem hafa smitast ungir, sam- eða tvíkynhneigðir karlmenn, sem hafa ekki ferðast til Afríku. Þá segir David að helsta tilgátan um uppruna smitanna sé kynlíf á milli sam- og tvíkynhneigðra karlmanna sem hafa sótt reiftónlistarhátið á Spáni og í Belgíu. Líkt og Vísir greindi frá sagði David að erfitt sé að fá úr því skorið hvor apabólan smitist við kynlíf eða náins samneyti fólks í kringum það. Þá tekur hann fram að apabólan dreifi sér ekki í lofti, auk þess sé til bóluefni til að verjast henni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -