Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður skýtur fast á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í færslu á Facebook-síðu sinni:
„Það er grunnt á rasismann hjá dómsmálaráðherra og ríkisstjórninni. Að sjálfsögðu á að taka vel á móti fólki sem flýr stríðsátökin frá Úkraínu,“ segir Sveinn Andri og er hvergi nærri hættur:
„Það er hins vegar óásættanlegt að ekki skuli eiga það sama við um fólk af arabískum og afrískum uppruna sem flýr stríðsátök og afleiðingar þeirra í sínu heimalandi. Það er síðan sér kapituli að vísa eigi úr landi 300 manns sem margir hverjir hafa dvalið hér langdvölum og aðlagast íslensku samfélagi þegar helsta hindrunin fyrir upprisu íslensks ferðamannaiðnaðarins er skortur á vinnuafli.“
Og endar færsluna á þrumuskoti:
„Ekki aðeins mannvonska er aðalsmerki ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, heldur einnig heimska.“