Við þekkjum hugsanlega gamlan mann eða konu sem réttir ætíð fram hjálparhönd með bros á vör.
Þetta kann að tengjast því að heilinn losar meira af efninu oxýtósíni í takt við hækkandi aldur, ef marka má nýlega rannsókn.
Efni þetta sem gjarnan er kallað „ástarhormónið“, virðist gera fólk sáttara við lífið og tilveruna, auk þess að reynast öðrum hjálplegra.
Ástarhormón
Vísindamenn hafa raunar lengi haft vitneskju um að oxýtósín tengist kærleika, hjálpsemi og gleði. Þá hefur tölfræðin jafnframt leitt í ljós að eldra fólk er hjálplegra en þeir yngri, ver meiri tíma í sjálfboðastarf og lætur meira af hendi rakna til hjálparstarfs.
Vísindamenn að baki rannsókninni hyggjast fyrir vikið rannsaka hvort náungakærleikur þeirra gráhærðu kunni að stafa af auknu oxýtósínmagni.