Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Íslenska ríkið greiddi rúmar 125 milljónir fyrir flutning vopna – Rússar lýsa yfir óánægju sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska ríkið hefur þegar greitt rúmlega 125 milljónir króna fyrir flutning hergagna til notkunar í Úkraínu. Í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur við spurningu Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, kemur fram að aðallega sé um að ræða skotfæri. Spurningar Rósu voru í fjórum liðum og voru  eftirfarandi:

1. Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu?

2. Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni

3. Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum?

4. Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu?

Þá kemur fram að ítarlegar upplýsingar um farminn séu trúnaðarmál. Þá hafa stjórnvöld heimild til þess að takmarka þurfi aðgengi almennings á slíkum upplýsingum þegar um sé að ræða almannahagsmuni.

- Auglýsing -

Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Í svari Kolbrúnar kemur einnig fram að vilji sé fyrir hendi að halda flutningi hergagna áfram. Íslensk stjórnvöld hafa þegar upplýst bandalagsríki sín um það, hvar þau standa, en ákvarðanir um framhaldið ráðast af þróun stríðsins í Úkraínu. Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í mars síðastliðnum og lýsti yfir óánægju sinni yfir aðkomu íslenskra stjórnvalda. Spurningar Rósu má lesa hér og svör Kolbúnar hér.
Vísir
fjallaði fyrst um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -