Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Ólga á Húsavík vegna meintra brota kennara og sveitarstjórnarfulltrúa: „Það hringir engum bjöllum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt heimildum Mannlífs ríkir nú nokkur ólga á Húsavík vegna aðila í sveitarstjórn Norðurþings sem einnig starfar við skóla á svæðinu. Þá hafa ótal ábendingar vegna aðilans borist Mannlífi nýverið sem snúa að brotum og ámælisverðri hegðun, bæði í kennslustarfi sem og í sveitarstjórn Norðurþings.

Viðkomandi hefur starfað sem kennari í allmörg ár. Hann hefur nýverið hlotið kjör í sveitarstjórn Norðurþings fyrir flokk sinn.

Aðilinn er þannig sagður hafa fyrir nokkru síðan meðhöndlað ungt barn, í yngstu deild grunnskóla, harkalega svo sá á barninu. Málið hafi komið til tals innan sveitarstjórnar en að endingu hafi stjórnin ekki talið sig hafa heimild til að taka málið fyrir, heldur hafi skólinn gert það innanhúss. Ekki er ljóst með hvaða hætti það var gert, að öðru leyti en því að engin viðurlög urðu vegna málsins og viðkomandi hélt áfram kennslu.

Sami aðili er sagður hafa sýnt af sér slæma hegðun í garð samstarfsfólks síns í sveitarstjórn Norðurþings og hafa sumir talað um einelti í því samhengi. Samkvæmt heimildarmönnum Mannlífs hefur aðilinn komið illa fram við samstarfsfólks, talað niður til sumra og verið óþægilegur í umgengni. Þá eru starfsmenn innan sveitarstjórnar sagðir hafa hætt vegna framkomunnar. Mannlíf hafði samband við umræddan einstakling sem kannaðist ekki við þær ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Aðspurður hvort hann hafi hrifsað í barn harkalega svo sá á barninu sagði hann svo ekki vera.
„Nei, það hringir nú engum bjöllum hjá mér“. Þá kannaðist hann ekki við það að hafa lagt samstarfsfólk í einelti. „Ég var bara að sinna skyldum mínum sem fulltrúi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -