Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Séra Davíð Þór kallar ríkisstjórn Katrínar fasistastjórn: „Þau eru einfaldlega sek eins og syndin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju gagnrýnir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harðlega í nýrri Facebook-færslu rétt í þessu. Þess ber að geta að presturinn og forsætisráðherran áttu í sjö ára ástarsambandi á sínum tíma.

Eins og alþjóð veit stefnir ríkisstjórnin á að senda um 300 flóttamenn úr landi á næstunni og hefur það fallið vægast sagt illa í kramið hjá Íslendingum. Davíð Þór kallar ríkisstjórnina fasistastjórn í færslu sinni um málið og sakar hana um lygar.

„Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi “lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað. Þar er kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Samt á að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á Íslandi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað.“

Þá talar Davíð um málsvörn stjórnarinnar sem hann segir „innihaldslaust froðusnakk“.

„Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um “heildstæða stefnumótun í málflokknum” og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -