„Hann er mitt stærsta. Nei, hann er ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru svona stærri-ish. Ég gæti ekki sagt til um það hvort hann sé sá mest spennandi, af því að þetta eru börnin mín og ég er mamma þeirra og ég er mjög sanngjörn við öll mín börn, ég vel ekki á milli þeirra. Ég elska þau öll,“ þetta segir Albritton sem á nokkrar afsteypur af lim tónlistarmannsins sem lést langt fyrir aldur fram, einungis 27 ára gamall árið 1970.
Afsteypa af getnaðarlim bandaríska rokkarans Jimi Hendrix verður brátt til sýnis á Íslenska reðursafninu. Safnið greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Twitter.
Vísar safnið þar til fréttar bandarísku tónlistarfréttasíðunnar Loudwire um málið. Þar kemur fram að um sé að ræða gjöf Cynthiu Albritton sem lést þann 21. apríl síðastliðinn.
Albritton átti þó nokkrar afsteypur af getnaðarlimum frægðarmenna en Hendrix var fyrsti rokkarinn sem gaf henni afsteypu. „Jimi Hendrix mætti í bæinn. Hann var fyrsta rokkstjarnan sem gaf afsteypu af typpinu sínu,“ sagði Albritton í viðtali eitt sinn.
„Þetta var ekki fyrsta afsteypan, ég hafði prófað þetta á nokkrum áður til þess að vera tilbúin fyrir Hendrix,“ sagði Albritton.