- Auglýsing -
Ein öflugasta útvistarkona landsins er Brynhildur Ólafsdóttir. Hún er nýkomin úr leiðangri á gönguskíðum yfir Grænlandsjökul þveran ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pólfara og fleira afreksfólki.
Leiðangurinn tók hátt mánuð og reyndi mikið á þátttakendur. Seinasta daginn gekk hópurinn 65 kílómetra til að ná niður af jöklinum fyrir óveður. Sem dæmi um álagið þá upplýsti Róbert Marshall, eiginmaður Brynhildar, á Hringbraut að hún hefði lést um 10 kíló í leiðangrinum. Þetta er augljóslega kjörin leið til að koma sér í form …