Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Matthew McConaughey er miður sín vegna skotárásarinnar: „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Texasbúinn og stórleikarinn Matthew McConaughey er miður sín eftir skotárásina sem gerð var í grunnskóla í heimabæ hans Uvalde í Texas í gær þar sem 19 börn og þrír fullorðnir létust.

Matthew skrifaði tilfinningaríka færslu á Instagram-reikning sinn í nótt að íslenskum tíma, þar sem hann biðlar til landa sinna um að hjálpast að við að laga samfélagið.

„Eins og þið vitið öll, varð enn ein fjöldaskotárásin gerð í dag, í þetta skiptið í heimabæ mínum, Uvalde í Texas. Enn og aftur höfum við á hryllilegan hátt, sannað að við erum að mistakast að nota réttindin sem frelsi okkar gefur okkur, á ábyrgan hátt. Hið sanna ákall til aðgerða er sú að allir Ameríkanar horfi vel og lengi í spegilinn og spyrji okkur sjálf hvað sé okkar sanna gildi? Hvernig lögum við vandamálið? Hvaða litlu persónulegu fórnir getum við tekið í dag, til að varðveita heilbrigðari og öruggari þjóð, ríki og hverfi morgundagsins? Við getum ekki andvarpað enn einu sinni, komið með afsakanir og sætt okkur við að svona skotárásir sé eðlilegt ástand.“

Matthew hélt áfram og sagði það mjög mikilvægt fyrir þjóðina að finna sameiginlegan grundvöll til að takast á við vandann.

„Sem Ameríkanar, Texasbúar, mæður og feður, er kominn tími fyrir okkur að endurmeta og endursemja um það hvað við viljum og hvað við þurfum. Við verðum að endurskipuleggja gildi okkar og finna sameiginlegan grundvöll ofar þessum hrottalega ameríska veruleika sem því miður er orðið að máli barnanna okkar.“

Sagði leikarinn vinsæli að þetta sé faraldur sem ameríkanar geti stjórnað.

- Auglýsing -

„Þetta er faraldur sem við getum stjórnað og það er alveg sama hvoru megin við stöndum í málunum, við vitum öll að við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Aðgerða er þörf til að koma í veg fyrir að nokkurt foreldri þurfi að upplifa það sem foreldrar í Uvalde og aðrir á undan þeim hafa þurft að þola.“

Að lokum beindi hann orðum sínum að aðstandendum þeirra er létu lífið í skotárásinni.

„Og til þeirra sem keyrðu ástvinum sínum í skólann í dag án þess að vita að þetta væri kveðjustund: engin orð geta náð utan um né heilað tap ykkar en ef bænir geta fært ykkur huggun munum við halda þeim gangandi.“

- Auglýsing -

Ljósmynd: Nathan Congleton

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -