Mánudagur 25. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Mætti í heiminn með látum og hef látið fara fyrir mér síðan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eva Ruza Miljevic gleðigjafi hefur starfað við skemmtibransann sem veislustjóri, kynnir og fleira í nokkur ár, auk þess að starfa í blómabúð fjölskyldunnar.

 

Hér ljóstrar hún upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.

Ég er með lítið ör á brjóstinu, eftir að ég var að elda pizzu. Ég ákvað að hoppa í sturtu meðan pizzan bakaðist í ofninum en gleymdi svo að ég var að baka hana. Eftir langa og kósí sturtu mundi ég hvað ég var að gera, stökk fram allsber og kippti plötunni úr ofninum. Brussugangurinn svo mikill við það að ég rak sjóðandi plötuna beint í brjóstið og brenndi mig. Mér er ekki viðbjargandi.

Ég hef aldrei átt kreditkort og aldrei tekið yfirdráttarheimild. Þar spilar uppeldið stóran þátt, en mamma og pabbi sögðu alltaf að maður ætti að eiga peninga fyrir því sem maður vildi gera og ég tók þau á orðinu. Hann Siggi minn á nú samt kreditkort – en ég ætla bara að halda mig við kreditkortalaust líf. Ég gæti hangið á Netinu í tíma og ótíma og keypt mér einhvern óþarfa; endar bara í vitleysu. Ég kann líka kortanúmerið hans Sigga utan af, þannig að þetta sleppur.

Ég hef aldrei getað staðið á höndum NÉ farið í handahlaup. Fimleikar hafa aldrei verið mín sterkasta hlið en ég get alveg sagt ykkur það að mig hefur alltaf dreymt um að geta hent mér í handahlaup á grænu grasi. En þetta er líka stórhættulegt, þannig að ég er hætt að reyna. Ég vil lifa.

Ég notaði gleraugu alla mínu æsku og fram á fullorðinsár – var með mjög slæma sjón. Allt þangað til ég fór í leiser og fékk sjónina á ný. Klárlega besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig. Mamma og pabbi eyddu miklum peningum í gleraugu fyrir mig þegar ég var yngri, því ég átti það til að ganga á staura og stíga ofan á þau. Það er liðin tíð.

- Auglýsing -

Ég fæddist sitjandi. Mætti í heiminn með látum og hef látið fara fyrir mér síðan.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -