Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs innan Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er það oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Ásdís Kristjánsdóttir, sem verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi; allt næsta kjörtímabil.
Þetta er samkvæmt nýjum málefnasamningi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi; samningurinn verður undirritaður í dag samkvæmt öðrum áreiðanlegum heimildum Mannlífs innan Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Ásdís tekur við af Ármanni Kr. Ólafssyni, sem hefur setið í bæjarstjórn Kópavogsbæjar frá árinu 1998, og verið bæjarstjóri frá árinu 2012, en ákvað að láta gott heita nú og snúa sér að einhverju öðru eftir 24 ár í bæjarpólitíkinni í Kópavoginum.
Eins og kunnugt er hélt meirihluti Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og í sveitarstjórnarkosningunum fyrr í mánuðinum; Framsóknarflokkurinnn jók fylgi sitt en Sjálfstæðisflokkurinn missti einn mann.
Þessi tíðindi; að báðir þessir gömlu flokkar hefðu enn og aftur náð saman koma lítið á óvart og voru oddvitar flokkanna tveggja fljótlega sammála um að áframhaldandi samstarf væri málið.
Hins vegar voru það margir sem voru meira að pæla í því hvernig skipting í nefndir og ráð yrði – en aðallega þó: Hver verður næsti bæjarstjóri Kópavogs.
Áttu margir von á því að kröfur Framsóknarflokksins yrðu meiri en fyrir fjórum árum, og sumir nefndu að Framsóknarflokkurinn ætti að fá bæjarstjórastólinn, vegna fylgisaukningar flokksins og því að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði bæjarfulltrúa.
En svo verður aldeilis ekki og staðan er ljós: Áðurnefnd Ásdís verður bæjarstjóri og það út kjörtímabilið.
Einnig segja báðir áðurnefndir heimildarmenn Mannlífs að embætti formanns bæjarráðs falli Framsóknarflokknum í skaut; en embætti forseta bæjarstjórnar verður skipt á milli flokkana svo að hvor flokkur hafi það embætti á sinni könnu í tvö ár á kjörtímabilinu.
en embætti forseta bæjarstjórnar verður skipt á milli flokkana svo að hvor flokkur hafi það embætti á sinni könnu í tvö ár á kjörtímabilinu.