Í Sjóaranum að þessu sinni ræðir Reynir Traustason við skipstjórann Sigurgeir Pétursson frá Húsavík. Hann stjórnar einum af stærstu togurum heims, með 95 manns í áhöfn.
Sigurgeir hefur marga fjöruna sopið og lent í ýmsu við störf sín um heimsins höf.
„Ég sótti um starf þegar ég kom fyrst til Nýja-Sjálands og fór sem háseti; tók fyrsta starf sem ég gat fengið og fór á togara sem háseti. Svo kom fljótt upp að þeir vildu að ég yrði stýrimaður en þá kom það upp að Nýja-Sjáland viðurkenndi ekki íslensku réttindin.“ Sigurgeir fékk svo starf í Ástralíu og þar samþykktu þeir réttindin. „Það eiginlega leiddi mig í þessi stóru skip, þennan stóra frystitogara sem var fyrsti stóri frystitogarinn í Ástralíu og mér bauðst skipstjórastaða þar.“
Þeir voru fyrstir til að finna tannfiskinn í Suðurhafinu. „Það var bara ævintýri peningalega séð fyrir bæði áhöfn og útgerð.“
Hvað með að Sigurgeir hafi slegið heimsmet í afla?
„Það var talað um það. Ég veit ekkert hvort það er rétt eða ekki.“
Sigurgeir er bróðir Lindu Pétursdóttur sem var kjörin Ungfrú heimur á sínum tíma. Heimsmeistari í fegurð og hann í aflabrögðum.
„Það má segja það.“
Hægt er að horfa á allt viðtalið hér.