Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Þrándur málar Jón Gunnarsson sem nasista – Sjáið myndina!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar aðlistsköpun kemur; hann málar afar ögrandi verk sín sem segja má að tali á einhvern hátt inn í nútímann.

Hans allra frægustu verk eru málverk af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokkisns að kyssa hring Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, en ekki síður fyrir annað málverk af Bjarna að klæða sig í nábrók; einnig vakti málverkið Klausturfokk mikla athygli; það er af þingmönnunum sex sem sátu lengi að sumbli á barnum Klaustri í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum síðan.

Nú er listamaðurinn frjói og ögrandi, hann Þrándur, búinn að mála glænýtt verk þar sem myndefnið er sjálfur Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra íklæddur nasistabúningi.

Jón Gunnarsson málaður upp sem nasisti á striga

Á myndina er letrað Inglourious Basterds sem er vísun í frábæra kvikmynd eftir Quentin Tarantino sem gerist einmitt í síðari heimsstyrjöldinni í Þýskalandi Hitlers.

Jón hefur legið undir miklu ámæli eftir útlendingafrumvarp sitt; farið langfremstur í flokki fyrir þeirri stærstu brottvísun í Íslandssögunni: tæplega 300 manna hópi af flóttafólki verða, ef fyrirætlanir Jóns ganga eftir, vísað af landi brott.

Komið hefur fram hluti fólksins hefur verið hér á landi í meira en tvö ár og myndað fjölskyldur, eignast börn og eru í vinnu. Markmið Jóns er að meirihluti fólksins fari frá Íslandi til Grikklands þar sem flóttafólk býr við hræðilegar aðstæður á götunni, nánast án alls sem fólki þykir nauðsynlegt í sínu lífi.

- Auglýsing -

En nú er Jón kominn á spjöld myndlistarsögunnar – sem nasisti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -