Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

„Hendur mínar eru minni en hendurnar á Trump“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, söng- og leikkona, er að slá í gegn í dragsýningunni Endurminningar Valkyrju sem sýnd er í Tjarnarbíói. Hér ljóstrar hún upp fimm staðreyndum um sjálfa sig.

 

„Ég er rosalegur klaufi og dett oft, kannski af því ég er oft að gera marga hluti í einu. Yfirleitt að tala og gera eitthvað annað. Sumarið 1996 toppaði ég mig með því að detta ofan í ræsi í Hljómskálagarðinum, ofan í gjótu á Búðum og niður stigann á 22 (nú Kíkí). Einu sinni var ég að tala svo mikið á leið út úr bílnum hjá pabba að ég datt beint ofan í ljósleiðaraskurð og tognaði illa á ökklanum sem var ansi krambúleruð eftir sumarið 1996.“

„Ég er með mjög litlar hendur og get sett hnefann upp í munninn á mér auðveldlega. Án þess að sjúska varalitinn. Það nýtist oft sem gott partítrikk.“

„Ég er meðlimur í hljómsveitinni Putin is a Woman. Sérkenni þeirrar hljómsveitar er að við tökum góðar pásur milli hljóma og Kata Jak er umboðsmaður okkar. Hljómsveitin hefur verið í pásu frá stofnun vegna mikilla anna á öðrum vettvangi.“

„Ég kenndi sjálfri mér á gítar í barnastærð. Þar sem hendur mínar eru minni en hendurnar á Trump.“

„Ég á mjög fyndnar vinkonur sem fengu Frímann Gunnarsson í gæsapartíið mitt. Ég er mjög mikill aðdáandi Sigtisins og kvóta reglulega í þá þætti. Ég óska þess oft að þeir fari aftur í framleiðslu.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -