Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Friðrik Jens var aðeins 20 ára þegar hann lést: „Einstakur persónuleiki bæði ljúfur og góður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrik Jens Guðmundsson lést á heimili sínu 2. apríl, hann var aðeins tvítugur að aldri.

 

Á afmælisdegi hans, 3. nóvember, birti fjölskylda hans myndband til minningar um Friðrik Jens og gaf jafnframt Eitt líf samtökunum 400 þúsund krónur að gjöf.

„Friðrik var einstakur persónuleiki bæði ljúfur og góður, fallegur, stoltur, með mikla réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá og vildi hjálpa öllum, við erum óendanlega stolt af drengnum okkar,“ skrifar móðir hans, Helga Óskarsdóttir og fjölskylda með myndbandinu.

„Við söknum þess að geta knúsað drenginn okkar og sagt einu sinni enn hvað við elskum hann mikið, við vonum á hverjum degi að við vöknum af þessari martröð en sem gerist víst ekki. Fæðingardegi Friðriks munum við fagna alltaf þvi hann var óska sonur sem kom þennan dag fyrir 21 árum. Við eigum yndislegar 20 ára minningar um góðan dreng sem við erum óendanlega þakklát fyrir en við gerðum mjög margt saman á þessum 20 árum.“

https://www.facebook.com/1268036460/videos/10220140620126909/

„Í anda hans að gleðja aðra“

- Auglýsing -

Fjölskyldan hefur undanfarið framkallað fjölda mynda af Friðriki Jens, en flestar myndir af honum voru á rafrænu formi. „Við höfum undanfarna daga framkallað og sett í albúm 800 myndir af honum sem ylja okkur en minningarnar eru í hjarta okkar sem aldrei gleymast.“

Í tilefni af afmælinu hans var herberginu hans breytt í leikherbergi fyrir barnabörnin foreldra hans, „sem honum þótti gífurlega vænt um en það er í hans anda að gleðja aðra,“ auk þess sem móðir hans lagði 400 þúsund krónur inn á reikning Eitt líf í nafni Friðriks Jens til þess að heiðra minningu hans.

„Þetta er framlag fjölskyldu hans ásamt vinkvennahópi mínum og er það til forvarnarstarfa með von um að það megi fækka þeim foreldrum sem eru í sömu sporum og við. Með þessu myndbandi viljum við heiðra minningu yndislega drengsins okkar, bróður, frænda og mág sem við söknum óendanlega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -