Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Sjómaður hnoðaði líf í hrút: „Mér datt ekki til hugar að það myndi takast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjómaður í Neskaupstað, Valgeir Guðmundsson, bjargaði í vikunni lífi gemlingshrútar með hjartahnoði. Segist Valgeir ekki hafa dottið í hug að tilraun hans myndi bera árangur.

Austurfrétt átti samtal við Valgeir um málið.

„Ég var að landa úr bátnum mínum, nýkominn úr róðri, þegar maður kemur hlaupandi og spyr hvort ég geti bjargað hrúti sem hafi stokkið út í sjó. Ég bakkaði frá landi og sá hrútinn í sjónum þar sem hann var með hausinn á kafi að sökkva.

Ég var með langan krókstjaka um borð og náði með honum í hornið á hrútnum. Þannig gátum við dröslað honum um borð.

Ég byrjaði strax að hnoða hann, notaði hnéð til þess. Ég gerði það bara til að prófa, mér datt ekki til hugar að það myndi takast. Fyrst sýndi hann engin viðbrögð en ég hélt áfram og þá byrjaði hann að froðufella, það rann út úr honum sjórinn og hann byrjaði að ranka við sér.

Við hífðum hann upp á bryggju þar sem hann var settur í bíl og fluttur fyrst í hesthúsin til aðhlynningar.“ Þannig lýsir Valgeir atganginum í Norðfjarðarhöfn á þriðjudag.

- Auglýsing -

Segir Valgeir hrútinn hafa komið innan frá Kirkjubóli en strokið þaðan í bæjarferð. Hafi hann gengið úti fyrri hluta vetrar í Mjóafirði og þess vegna ansi styggur sem varð til þess að hann lét sig gossa í sjóinn frekar en að láta ná sér.

Bjargvætturinn Valgeir, sem bæði er alinn upp í sveit og heldur tíu kindur í Norðfirði, segir að hrúturinn hafi farið að hjarna við eftir um tvo tíma eftir barninginn og að hann sé við hestaheilsu eftir því sem hann best viti. „Ég hef aldrei hnoðað kind í gang áður en ég ákvað að reyna og sjá hvort ekki væri hægt,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -