Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Sorgir og sigrar Jóns Kristins: „Ég kom heim í hjólastól“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Kristinn Snæhólm segir sögu sína í mögnuðu helgarviðtali Mannlífs þar sem margt ber á góma:

„Ég fór að sofa aðfaranótt 3. maí og vaknaði hálflamaður hægra megin. Maður fær tappa vinstra megin og þá lamast maður hægra megin. Erla sá hvað var í gangi og hljóp inn á baðherbergi þar sem hún átti réttu lyfin til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu á tappa og jafnvel dauða.

Svo fór ég í rannsóknir og þar var þetta staðfest.

Síðan hefur þetta verið endurhæfing hjá sjúkraþjálfara og sjálfsendurhæfing. Ég kom heim í hjólastól í byrjun júní 2020 og þeir sögðu að ég fengi hugsanlega inni á Grensás í nóvember það ár. Þannig að við fórum aftur út og vorum með okkar eigið prógramm.“

Jón Kristinn er spurður hvernig hann sé í dag og hann nefnir meðal annars hægri fótinn.

„Ég er ekki að hlaupa neitt eða stökkva og jafnvægisskynið er ekki alveg komið. Ég er líka það heppinn að ég er antisportisti. Ég hef aldrei verið með mikla hreyfiþörf.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -