Sóley Tómasdóttir, femínisti og fyrrverandi forseti borgarstjórnar í Reykjavík hefur rætt um það hvernig er að vera femínískur brautryðjandi og hvernig það hefur verið að hafa verið gerð að holdgervingi femínismans á Íslandi.
Sóley vekur athygli á mikilvægi þess að sem flestir kynntu sér fyrirlestur aðgerðahópsins Öfga sem fór fram á Kynjaþingi í Veröld á laugardaginn 28. maí.
Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir almenning. Dagskrá þingsins er skipulögð af félagasamtökum og hópum og er hugmyndin með þinginu sú að auka samræður milli þeirra sem er annt um jafnrétti í heiminum og gefa almenningi tækifæri til að kynnast því helsta sem er að gerast í femínískri umræðu.
Sóley hafði þetta að segja eftir viðburðinn:
„Ég vildi óska að þessi fyrirlestur@ofgarofgar væri skylda fyrir allt stjórnmálafólk, fjölmiðlafólk, starfsfólk dóms og laga og bara öll sem þekkja þolendur og gerendur.
Þetta er það allra besta og femínískasta sem þið getið séð. Takk fyrir mig elsku þið!“
Ég vildi óska að þessi fyrirlestur @ofgarofgar væri skylda fyrir allt stjórnmálafólk, fjölmiðlafólk, starfsfólk dóms og laga og bara öll sem þekkja þolendur og gerendur. Þetta er það allra besta og femínískasta sem þið getið séð. Takk fyrir mig elsku þið!https://t.co/g7AXl5Srdx
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 30, 2022