Það var róleg hjá lögreglunni í gær og enginn gisti í fangaklefa. Í morgrunsárið afgreiddi lögregla nokkur minni háttar mál en annað þeirra átti sér stað í Hafnarfirði. Þar hafði maður sofnað ölvunarsvefni og mætti lögregla á svæðið til þess að vekja viðkomandi.
Í Reykjavík átti svipað atvik sér stað en kom lögregla að sofandi manni í verslunarmiðstöð. Sá hafði gripið til þeirra ráða að gera sér blómapott að næturstað. Þá var tveimur aðilum vísað á dyr í verslun í miðborginni þar sem þeir höfðu látið illa. Auk þess rannsakar lögregla þjófnað sem átti sér stað í verslun í austurborginni.