Fjalljón réðst á níu ára stúlku sem var í feluleik í kirkjubúðum í Washington fylki um síðastliðna helgi. Fjallaljónið særði stúlkuna alvarlega en vinir hennar forðuðu sér og leituðu hjálpar. Stúlkan, að nafni Lily A Kryzhanivskyy og tvö önnur börn, höfðu verið að leik í búðunum sem eru staðsettar nálægt smábænum Fruitland. Lili stökk út úr rjóðri til þess að bregða vinum sínum en beið hennar þar fjallaljón.
Vinir Lili sóttu aðstoð og komu starfsmenn kirkjubúðanna fljótt til hjálpar. Lili slasaðist alvarlega og var flutt með þyrlu á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna sára á höfði og efri hluta líkama. Lili var útskrifuð af gjörgæslu á mánudaginn og er ástand hennar sagt stöðugt. Starfsmenn búðanna fundu fjallaljónið skömmu síðar og skutu það. Árásir fjallaljóna á menn eru sjaldgæfar og hafa aðeins tvær banvænar árásir á menn átt sér stað á svæðinu síðustu 100 árin. Tilkynningar um árásir fjallaljóna, þar sem menn hafa slasast, eru tuttugu talsins.