Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Leynisamtöl á Facebook – er einhver í feluleik?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í skilaboðaforriti Facebook, Messenger, er hægt að stofna til leynilegs samtals sem er forritað þannig að litlar líkur eru á að óæskilegir komist í þau. Hægt er að stilla samtalið þannig að skilaboð hverfi innan ákveðins tíma og er möguleikinn því nytsamlegur þeim sem ef til vill hafa eitthvað að fela.

Leynisamtölin (e. secret conversation) virka þannig að einungis er hægt að opna þau í þeim tækjum sem stofnuðu til samtalanna. Það þýðir að ef notandi býr til leynisamtal í snjallsíma, munu þau ekki birtast í tölvu sama notanda.

Dæmi: Einstaklingur stofnar til leynisamtals við aðila í snjallsíma. Tölva viðkomandi situr heima á eldhúsborði, opin á Facebook. Þrátt fyrir það mun enginn sjá skilaboðin birtast á töluskjánum. Þau birtast eingöngu í síma viðkomandi. Það sama gildir um þann sem er á hinum enda samtalsins; skilaboðin birtast bara í því tæki sem viðkomandi opnaði þau fyrst í.

Þegar ýtt er á nafn viðtakanda má sjá möguleikann „More actions“. Þar má síðan velja „Go to secret conversation“.

Skilaboð hverfa

Leynisamtöl má líka stilla með þeim hætti að skilaboð og myndir hverfi eftir ákveðið langan tíma. Tímann má stilla allt frá fimm sekúndum, upp í einn dag. Það þýðir að um leið og notandi opnar skilaboð eða mynd í leynisamtali byrjar klukkan að telja niður þar til það sem sent var hverfur, bæði fyrir viðtakanda og sendanda. Þetta er hentugur möguleiki fyrir þá sem senda myndir á milli en vilja ekki að þær séu til áfram.

Ef einhver tekur skjáskot af myndum eða skilaboðum í leynisamtali fær aðilinn á hinum endanum meldingu um það.

Hægt er að láta skilaboð hverfa innan ákveðins tíma.

Ef til vill lítt þekktur möguleiki

Þegar blaðamaður spurðist fyrir í sínu nærumhverfi kom í ljós að fæstir höfðu hugmynd um þennan möguleika Facebook-forritsins. Enginn sem blaðamaður spurði höfðu nýtt sér möguleikann. Þrátt fyrir þetta er hann alls ekki nýr, heldur hefur boðist notendum allt frá árinu 2016.

- Auglýsing -

Leynisamtöl eru líklega mest nýtt af þeim sem eru í einhvers konar leynimakki og hafa eitthvað að fela fyrir sínum nánustu. Þó geta samtöl af þessu tagi einnig komið að góðum notum þegar um er að ræða samtöl eða vinnu með viðkvæmar persónugreinanlegar upplýsingar eða gögn sem annar aðilinn vill ekki að hægt sé að vista eða geyma án þeirra vitneskju.

Gruni þig einhvern nákominn þér um óheiðarleika og laumuspil gæti því verið ágætt að hafa það í huga að þessi möguleiki er sannarlega fyrir hendi og líklega þeim kunnugur sem á annað borð bera sig eftir því að fela eitthvað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -