Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Sylvía vinnur við líffæraheimt: „Verstu stundirnar eru þegar koma lítil börn, það er erfiðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sylvía Margrét Cruz er búsett í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hún stefnir á sérnám í skurðlækningum. Sylvía sem er 23 ára gömul segir að andlát móður hennar hafi átt þátt í því að læknisfræðin varð fyrir valinu sem ævistarf. Á meðan Sylvía bíður eftir svörum frá læknaskólum starfar hún við líffæraheimt sem hún segir erfitt en á sama tíma gefandi starf.

 

„Verstu stundirnar eru þegar koma lítil börn, það er erfiðast, ég man eftir tveggja vikna barni sem hafði látist sem var náttúrlega afar sorglegt, en á sama tíma hugsaði maður um hina hliðina, að annað lítið barn hafi fengið nýtt hjarta eða annað líffæri,“ segir Sylvía.

Sylvía í færni rannsóknarstofu.

Í mörgum tilvikum eru líffæragjafi og líffæraþegi hvor á sínum spítalanum, jafnvel hvor í sínu fylkinu og Sylvía hefur margoft flogið sem fylgdarmaður með líffæri. „Við fljúgum með lítilli einkaflugvél og ég hef farið til Kanada og margra fylkja í Bandaríkjunum. Við förum ekki mikið lengra, þó að flogið hafi verið til Alaska og Hawaii, þar sem líffærið þolir oftast mest átta klukkustundir. Þegar um hjarta er að ræða reynum við að fara ekki yfir fjórar klukkustundir. Tíminn sem miðað er við er frá því líffæri er tekið úr gjafa þar til það er sett í þegann.“

Sylvía, Michael Wong, kærasti hennar, og Paul Chang, yfirmaður þeirra, við einkaflugvélina sem flytur líffæri frá gjöfum til þega.

Lestu viðtalið við Sylvíu í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -