Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Konur eru konum bestar færðu Krafti 3,7 milljónir: „Þakklæti er mér efst í huga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konurnar sem standa að verkefninu Konur eru konur bestar færðu Krafti ávísun upp á 3,7 milljónir á föstudaginn. Um er að ræða ágóða af þriðja verkefni þeirra kvenna, en bolar voru seldir til styrktar átakinu.

 

„Þakklæti er mér efst í huga eftir þessa góðu morgunstund sem gaf svo sannarlega jólahlýju í hjartað. TAKK til allra sem eruð með okkur í þessu verkefni sem hefur stækkað og þróast svo fallega síðustu  þrjú árin og mun halda áfram árlega átaki sínu næstu árin,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir í færslu á Trendnet,  ein vinkvennanna fimm sem standa að KEKB.

„Við höfum valið mismunandi félög og málefni til að styrkja við hverju sinni og í ár þurftum við ekki  að hugsa okkur tvisvar um áður en við völdum félag til að létta undir. Kraftur hefur átt sérstaklega skrítið ár 2019 og margir félagar fallið frá, allt of ungir að árum, það hlýjar því innst að hjartarótum að geta látið gott af  sér leiða og  gefið eitthvað í þetta óeigingjarna starf sem  þarna er unnið.“

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Elísabet Gunnarsdóttir eigandi Trendnet.is, Aldís Pálsdóttir ljósmyndari, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Rakel Tómasdóttir grafískur hönnuður sem standa að baka KEKB.

Hvað er KEKB?

- Auglýsing -

Verkefnið Konur Eru Konur Bestar stendur fyrir samstöðu kvenna og minnir okkur á að vera hvorri annarri góðar inn og út á við og á öllum lífsins sviðum. Þannig komumst við allar miklu lengra. Kunnum að samgleðjast, hrósum, verum næs  og  lyftum hvor annarri upp. Það er pláss fyrir okkur allar til að blómstra og við blómstrum best með jákvæðni að leiðarljósi.
Neikvæðni og slæmt umtal er því miður daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnvart náunganum.

2017 – gáfu KEKB 1 milljón í Kvennaathvarfið
2018 – gáfu KEKB 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
2019 – gáfu KEKB 3,7 milljónir til KRAFTS

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -