Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Vigdís skrifar um flókinn „foreldrafrumskóg“ og hvað mætti laga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viðskiptafræðingurinn Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar um foreldrahlutverkið í sinn nýjasta pistil á vefnum Rómur. Hún segir það geta verið afar erfitt þar sem „foreldrafrumskógurinn“ taki ekki alltaf vel á móti nýbökuðum foreldrum og hún veltir fyrir sér hvernig megi gera nýbökuðum foreldrum lífið léttara.

Vigdís skrifa m.a. um baráttuna fyrir dagmömmuplássi. „Þeir foreldrar sem ekki voru búnir að tryggja sér pláss hjá dagmömmu eða á ungbarnaleikskóla áður en getnaður átti sér stað sitja í súpunni,“ skrifar hún og bætir við að þrír möguleikar séu í boði.

„Einn er að sitja um dagmömmupláss í Facebook hóp og senda barnið blindandi til ókunnugrar konu hinum megin á höfuðborgarsvæðinu. Eftirlit sveitarfélaga er afar takmarkað og tilhugsunin um að treysta handahófskenndri manneskju fyrir því dýrmætasta sem foreldrarnir munu nokkurn tímann eiga er ekki auðveld. Annar möguleiki er að setja á sig Samherjahattinn og múta ungbarnaleikskólum. Foreldrarnir með stærstu ostakörfuna eða bestu sætin í Borgarleikhúsið eiga meiri möguleika en en aðrir. Hringja á vikufresti og athuga stöðuna. Vona að Nonni nágranni hafi sagt eitthvað óviðeigandi við leikskólastjórann svo barnið manns eigi meiri líkur á að komast inn en hans. Þriðji valmöguleikinn er að vera heima með barnið þangað til það kemst inn á leikskóla. Sem engin leið er að vita hvenær verður,“ skrifar Vigdís sem varð móðir fyrir rúmu ári.

„Það er kolniðamyrkur, kalt og rólóferð ekkert sérstaklega girnileg.“

Því næst skrifar Vigdís um morgnana með ungu barni sem vaknar klukkan hálf sex. „Úti er niðamyrkur. Og það er kalt. Svo nú hefst tíminn þar sem ég elti son minn í hringinn í kringum íbúðina, loka skúffum, forða honum frá innstungum og lífshættulegu klifri og tek upp dót eftir hann. Það er nefnilega nákvæmlega ekki neitt hægt annað að gera á þessum tíma dags. Það er kolniðamyrkur, kalt og rólóferð ekkert sérstaklega girnileg,“ skriar Vigdís og tekur fram að búðir séu lokaðar og bókasöfn líka.

„Og morgunverðarmenning er ekki til nema í einu bakaríi á höfuðborgarsvæðinu, Bakarameistaranum í Suðurveri, þar sem ég og sonur minn erum vanalega mætt klukkan 6:30 á morgnanna að fá okkur bita með lögreglumönnunum.“

Foreldrar flykkjast í Ármúla til að kaupa samfellur á 7.000 krónur

- Auglýsing -

Vigdís skrifar einnig um pressuna sem foreldrar ungra barna finna gjarnan fyrir að klæða börnin sín í réttu fötin. „Það má ekki gleyma klæðunum og samfélagslegri pressu á Instagramhæfan barnafatnað. Foreldrar með útrunnið fæðingarorlof flykkjast í Ármúlann sem er orðið einhvers konar Mekka tískumæðra. Þar fást samfellur á sjöþúsund krónur sem barnið vex úr á mánuði eða útatar í banana við fyrstu notkun. Varasjóðurinn þynnist en fataskápurinn stækkar og hver einustu Konges sløjd kaup réttlætir Molo-móðirin með því að hún er búin að bóka bás í Barnaloppunni eftir tvo mánuði þar sem hún mun fá eitthvað af þessum peningum til baka.“

Í pistli sínum telur Vigdís einnig upp það jákvæða sem fylgir því að vera nýbakað foreldri ásamt því að koma með tillögur um hvernig má gera líf foreldra ungra barna auðveldara.

„Ef fæðingarorlofið verður framlengt og sveitarfélög girða sig í brók og koma börnum í almennilega daggæslu á góðum tíma þá er stórt vandamál leyst. Ég legg líka til fríar strætóferðir fyrir foreldra með vagna og kerrur sem rúnta um höfuðborgarsvæðið í leit að einhverju að gera,“ skrifar Vigdís meðal annars.

- Auglýsing -

Pistil hennar má lesa í heild sinni á vefnum Rómur.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -