Siggi Björns fæddist árið 1955 á Flateyri og þar ólst hann upp. Í viðtali við Reyni Traustason fer Siggi um víðan völl og talar um sjómennskuna, strákapörin og tónlistina.
Hann var níu ára þegar Mummi og Sæfellið frá Flateyri sukku árið 1964. „Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Ég man eftir stemmingunni,“ segir Siggi og segist hafa farið niður á bryggju um nóttina þar sem um nóttina þar sem brak hafi komið á land; hann segir að kinningurinn af Mumma hafi legið á bryggjunni. „Ég þekkti alla. Þetta voru hetjur manns. Þegar ég var 12 ára voru hetjurnar ekki popparar, gítarleikarar eða leikarar. Það voru þessir karlar. Maður var alltaf niðri á bryggju þegar þeir komu í land. Þetta voru hetjurnar. Hannes Óli, Benni og Hringur Hjörleifs. Hetjurnar gerðust ekki stærri. Haraldur Olgeirsson, frændi minn. Þannig að maður þekkti alla þessa menn. Og þetta voru fyrirmyndir og maður horfði upp til þeirra svipað og maður sæi einhverjar poppstjörnur í dag bara við hliðina á sér í sundi. Þetta voru hetjurnar. Ég man eftir öllum þessum mönnum.